Kanada; gangið í bæinn!

Ekki hefur maður nú fengið mikið af góðum fréttum úr íslensku efnahags og atvinnulífi uppá síðkastið. Það var þessvegna ánægjuefni að sjá þessa frétt, Kanada opnar heilt fylki fyrir íslenska iðnaðarmenn með hæfni, áræðni og eflaust smá ævintýraþrá. Ég hef búið hér í Kanada í yfir 30 ár og get fullvissað þá sem eru að íhuga þennan möguleika, að hér er gott að vera. Þrátt fyrir alheimskreppu, þá hefur Kanada farnast nokkuð betur en flestum vestrænum ríkjum, að vísu hefur atvinnuleysi í iðnaðarfylkjunum aukist að mun, sérstaklega í Ontario þar sem samdráttur í bílaiðnaði hefur verið gífurlegur og í Alberta vegna stórlækkunar á heimsverði olíu og olíuafurða.

Þrátt fyrir það þá eru hér allskonar möguleikar. Kanada hefur haldið vel utanum sitt bankakerfi sem er mjög frábrugðið því bandaríska. Heilbrigðisþjónusta hér er talin vera ein sú besta í heimi, menntakerfið og menntamöguleikar ekki síðri en á Íslandi, skattar eru yfirleitt lægri og auðveldra er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ég hef að vísu aldrei búið í Manitoba en þar er yfirleitt góð þekking á "Everything Icelandic" og að komast á Íslendingadaginn á Gimli er ótrúleg upplifun.  Svo gefst með þessu nýtt tilhlökkunarefni; að skreppa "heim" í heimsókn.

Kveðjur að vestan,

Sigga MacEachern

 


mbl.is Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband