Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hvernig gékk "Earth Day" í Darfur?

Hér í Kanada var gert mikið veður út af hinum svokallaða Earth Day. Fólk spurt á götum úti hvernig það ætlaði að halda uppá daginn, og svo framvegis. Vissulega þurfum við öll að athuga okkar gang og hygla að móður jörð, bera virðingu fyrir náttúrinni og sýna skynsemi í umgengni okkar vð hana.  Ekki fyrir löngu keypti ég 4 MB minniskubb í tölvuna, gerði góð kaup og var bara ánægð með þetta þangað til að ég þurfti að opna herlegheitinn. Ekki viðlit að brjótast inn í pakkann áhaldalaus. Fann loksins eldhússkærinn og komst þannig inn. Eftirá var ég með umbúðir sem voru ca. 100 sinnum stærri en kubburinn sjálfur. Þetta þurfti ég svo að flokka, plastið í einn kassa og pappinn í annan. Mér var hugsað  hvort fyrirtækið sem framleiddi þetta hafi keypt nógu mikið "Carbon Credit" til að réttlæta umbúðirnar og þá væri svona sóun í lagi. Af hverju beina fjölmiðlarnir ekki  meiri athygli að stóriðju og framleiðendum sem ótvírætt eru stærstu mengunarvaldar jarðarinnar?

Hvernig héldu svo Darfurbúar uppá "Earth Day"?  Ætli mæðurnar hafi litið upp frá sárveikum börnum sínum, deyjandi úr hungri, eða litið upp og séð smá vonarglætu fyrir famtíð þessara barna?Nóg að borða, snefil af heilbrigðisþjónustu, þak yfir höfuðið á öruggum stað. Ekki líklegt það.  Það lítur ekki út fyrir að Sameinuðu Þjóðirnar ráði við neitt þarna, spilling ræður að nægar byrgðir ná ekki til þessa fólks og SÞ hafa ekki haft bolmagn til að sinna sínu hlutverki á þessum slóðum. Hvernig væri að fá Al Gore til að vera í forystu með að koma á "A Good Day on Earth" fyrir þetta fólk?. Fjármagna með að sekta stórframleiðslufyrirtækin uppí hástert þangað til þeir læra að takmarka losnun og mengun.   Skorum áann og verðum með!!

 

 

 


mbl.is 300.000 gætu hafa látið lífið í Darfúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paul Watson í klandri í Kanada

Síðastliðna daga hafar Paul Watson og hans félagar verið ofarlega á baugi í fjölmiðlum hér á austurströnd Kanada og hafa sennilega engan tíma til að sinna þessum viðburði. Það hefur valdið undrun minni að lítið eða ekkert hefur verið minnst áþessa atburði í Íslenskum fjölmiðlum það ég hef séð.  Paul Watson er Íslendingum kunnuger eftir herför hans í hvalveiðiskipin forðum.

 

Kanadadíska strandgæslan, að skipun sjávarútvegsmálaráðherra, Loyola Hearn, gékk um borð í skip Sea Shepherd samtakana um sl. helgi. Áhöfnin var handtekin og skipið (The Farley Mowat) dregið í höfn í Sydney á Bretton skaganum.  Áhöfnin var síðan látin laus, nema tveir, en þeim var svo sleppt eftir að skáldið Farley Mowat borgaði tryggingar fyrir áhöfnina  CA$5000.00 í skiptimynt ($2.00)  Paul Watson var ekki um borð í skipinu þegar þetta gerðist. Danny Wiliams, fylkisstjóri Nýfundnalands og Labrador, lýsti yfir ánægju  sinni með gang þessara mála, en aðalástæða handtökuskipuninnar var að skipið stofnaði lífi selveiðimanna í hættu og að þeir virtu að engu skipun strandgæslunnar um að halda sig í vissri fjarlægð. Meðal annara orða þá kallaði Danny Williams Paul Watson terrorista, nafnbót sem flestir hér í austurhéruðum Kanada eru sáttir við. Sjá nánar  <www.cbc.ca/canada/newfoundland-labrador/story/2008/04/14/williams-watson.html?ref=rss>

S. MacEacern

PEI


mbl.is Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband