Paul Watson í klandri í Kanada

Síðastliðna daga hafar Paul Watson og hans félagar verið ofarlega á baugi í fjölmiðlum hér á austurströnd Kanada og hafa sennilega engan tíma til að sinna þessum viðburði. Það hefur valdið undrun minni að lítið eða ekkert hefur verið minnst áþessa atburði í Íslenskum fjölmiðlum það ég hef séð.  Paul Watson er Íslendingum kunnuger eftir herför hans í hvalveiðiskipin forðum.

 

Kanadadíska strandgæslan, að skipun sjávarútvegsmálaráðherra, Loyola Hearn, gékk um borð í skip Sea Shepherd samtakana um sl. helgi. Áhöfnin var handtekin og skipið (The Farley Mowat) dregið í höfn í Sydney á Bretton skaganum.  Áhöfnin var síðan látin laus, nema tveir, en þeim var svo sleppt eftir að skáldið Farley Mowat borgaði tryggingar fyrir áhöfnina  CA$5000.00 í skiptimynt ($2.00)  Paul Watson var ekki um borð í skipinu þegar þetta gerðist. Danny Wiliams, fylkisstjóri Nýfundnalands og Labrador, lýsti yfir ánægju  sinni með gang þessara mála, en aðalástæða handtökuskipuninnar var að skipið stofnaði lífi selveiðimanna í hættu og að þeir virtu að engu skipun strandgæslunnar um að halda sig í vissri fjarlægð. Meðal annara orða þá kallaði Danny Williams Paul Watson terrorista, nafnbót sem flestir hér í austurhéruðum Kanada eru sáttir við. Sjá nánar  <www.cbc.ca/canada/newfoundland-labrador/story/2008/04/14/williams-watson.html?ref=rss>

S. MacEacern

PEI


mbl.is Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko mína! Bara farin að blogga - og svona líka flott! Ég mun kíkja hingað inn reglulega.

Áhugaverðar upplýsingar þarna. Gaman að sjá fréttir með augum frænda og vina í vestri. Íslenska sjónvarpið sýndi nýlega myndir af ómannúðlegum veiðiaðferðum kópaveiðimanna í Kanada - gott ef það var ekki í Kastljósinu - þeir vöruðu viðkvæma við að horfa! Vera má að þær hafi verið fengnar úr áróðursmyndasafni PW! Ég fæ nú ekki gæsahúð af meðaumkvun með honum þótt hann sé áminntur.

Knús á ykkur!

Inga (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:05

2 identicon

nú bíðum við bara eftir fleiri færslum frá þér:):)

hildur sys (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband