Að höndla söknuð

Kanadamaðurinn er fámáll í dag, þungur á brún þar sem hann horfir út í vorregnið. Stóri bróðir hans dó í gærkveldi. Hann tekur þetta mjög nærri sér, en ræðir ekki um það nema til að segja mér að þetta sé best svona, "nú þjáist hann ekki meir" Síðan er er ólinni snarað á hundinn og hann heldur álútur út í hlýtt regnið með hundinn skokkandi við hlið sér. Nú er tími til að hugsa og takast á við missirinn. Ég býðst ekki til að fara með honum, retriever tíkin er honum nægur félagsskapur á þessa ri göngu.  Þau koma bæði holdvot til baka, regndroparnir perla á andliti hans þar sem hann stendur í dyrunum og biður um handklæði fyrir sig og hundinn. Mér verður hugsað hvort ekki sé eitt eða tvö tár þar á milli en spyr einskins. Þerra andlit maka míns og kyssi hann svo á kinnina. - Saltbragð. -Hann brosir til mín, réttir úr sér, þurrkar hundinum og saman labba þau inní bílskúr. Þar þarf að dytta að ýmsu og ég heyri hamarshögginn dynja. Ég veit að í kvöld verður líðan hans betri  og við förum saman með hundinn á göngu. Ég hugsa gott til glóðarinnar því ég veit ég fæ að heyra um gömul strákapör, ísknattleik á tjörninni við bæinn þeirra og aðrar góðar minningar sem hann á um bróður sinn. Ég hlakka til.

Kveðjur að vestan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sit við skjáinn og hugsa til ykkar. Þetta er yndisleg færsla Sigga mín - raunsæi, ást og skilningur skín í gegn - og svo er framsetningin hæfilega krydduð með  ljúfsárum trega. Knúsaðu Charlie frá okkur - við sendum ykkur samúðarkveðjur af Hólmagrundinni. 

Inga (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband