Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

Kanada; gangiđ í bćinn!

Ekki hefur mađur nú fengiđ mikiđ af góđum fréttum úr íslensku efnahags og atvinnulífi uppá síđkastiđ. Ţađ var ţessvegna ánćgjuefni ađ sjá ţessa frétt, Kanada opnar heilt fylki fyrir íslenska iđnađarmenn međ hćfni, árćđni og eflaust smá ćvintýraţrá. Ég hef búiđ hér í Kanada í yfir 30 ár og get fullvissađ ţá sem eru ađ íhuga ţennan möguleika, ađ hér er gott ađ vera. Ţrátt fyrir alheimskreppu, ţá hefur Kanada farnast nokkuđ betur en flestum vestrćnum ríkjum, ađ vísu hefur atvinnuleysi í iđnađarfylkjunum aukist ađ mun, sérstaklega í Ontario ţar sem samdráttur í bílaiđnađi hefur veriđ gífurlegur og í Alberta vegna stórlćkkunar á heimsverđi olíu og olíuafurđa.

Ţrátt fyrir ţađ ţá eru hér allskonar möguleikar. Kanada hefur haldiđ vel utanum sitt bankakerfi sem er mjög frábrugđiđ ţví bandaríska. Heilbrigđisţjónusta hér er talin vera ein sú besta í heimi, menntakerfiđ og menntamöguleikar ekki síđri en á Íslandi, skattar eru yfirleitt lćgri og auđveldra er ađ koma sér upp ţaki yfir höfuđiđ. Ég hef ađ vísu aldrei búiđ í Manitoba en ţar er yfirleitt góđ ţekking á "Everything Icelandic" og ađ komast á Íslendingadaginn á Gimli er ótrúleg upplifun.  Svo gefst međ ţessu nýtt tilhlökkunarefni; ađ skreppa "heim" í heimsókn.

Kveđjur ađ vestan,

Sigga MacEachern

 


mbl.is Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 0
  • Frá upphafi: 5

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 0
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband