4.9.2010 | 19:18
Earl á Prince Eward Island
Þá er óveðrið komið til okkar og hér, kl 1500 að staðartíma, er mikið rok og úrhelli. Samt er þetta ekki nær eins slæmt og gert var ráð fyrir og langt frá að vera eins kröftugt og fellibylurinn Juan sem gékk hér yfir fyrir fáum árum. Sá olli milljóna $ tjóni á austurströnd Kanada, gjöreyðilagði stór skógarsvæði og strandlengja PEI hefur ekki enn beðið hans bætur. Sjálfsagt verður einhver skaði af Earl núna, en held að allir séu fegnir að þetta virðist ekki vera eins slæmt og spáð var. Hitinn hér á PEI sl. 2-3 daga hefur verið yfir 30 gráður með háu rakastigi en er núna um 24 gráður sem er vel þolanlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá er Prince Edward Island minnsta fylki Kanada, liggur um það bil beint norður af Halifax í munni St. Lawrence flóans og er þettbýlast af fylkjum landsins. Bestu kveðjur frá PEI.
Earl kominn til Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.