1.7.2008 | 01:02
Þjóðhátíðardagur Kanada í dag.
Hér á Prince Edward Island stendur mikið til í dag, eins og alltaf á þessum degi, en hér á eynni voru árið 1867 lögð drög að sameiningu þáverandi fylkja Kanada og því stjórnarformi sem við höfum í dag. Eyjarskeggjar státa sig réttilega af að vera fæðingarstaður Kanada og þessvegna gera kannske heldur meira úr þessum degi en annarstaðar í fylkjum Kanada. Hinn sérkennilegi fáni okkar blaktir allsstaðar og hér við okkar hús, við hliðina á Íslenska fánanum. Þetta gerum við líka á 17 júní og erum oft spurð hvaða sérkennilegi fáni þetta sé og í hvaða tilefni hann sé dregin að hún með Kanadíska flagginu. Því get ég svarað og Kanadamaðurinn segir að ég fái munnræpu við svoleiðis tækifæri. Þó ég hafi búið fjarri ströndum Íslands mestan hluta lífs míns, fer alltaf einhver fiðringur um mig þann 17 júni. Enda er sagan á bak við þann dag eitt dýrmætasta þjóðartákn Íslendinga. Ég er að vísu Kanadískur ríkisborgari, en á 17 júni ár hvert er ég Íslendingur í húð og hár og keyri meira að segja um með Íslenska fánann á bílnum.
Hátíðahöldin hér fyrsta júlí eru ekkert ósvipuð 17 júni hátíðunum heima á Fróni, fólk fagnar sjálfstæði, frelsi og velgengni þjóða sinna, ungir sem gamlir nota tækifærið til samveru, gera sér glaðan dag, syngja "O Canada", og drekka mikið af ísköldum bjór!! Hljómar þetta ekki kunnuglega fyrir Íslendinga? Tilfellið er að þessar tvær þjóðir eiga mjög margt sameiginlegt. Báðar þjóðir eru á toppnum hvað varðar lífsgæði, aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og almennu persónufrelsi.
Þó vil ég halda því fram að golfvellirnir okkar hér sér miklu betri , miklu fleyri og miklu ódýrari. Aftur á móti gætum við lært að elda fisk af íslendingum og enginn matur bragðast betur en íslenskur lambahryggur, a la Ásgerður mágkona mín á Geitaskarði.
Mórallin í þessu bloggi mínu í dag er sá að þó ég búi ekki á Íslandi þá bý ég í landi þar sem ég get verið álíka stolt af mínum íslensku rótum og ég er af þessu landi sem bauð mig velkomna og veitti mér tækifæri til góðrar lífsafkomu og lífsgæða, að ógleymdum Kanadamanninum. Finnst ég vera óendanlega lánsöm að geta heilshugar fagnað þjóðhátíðardögum tveggja frábærra landa sem eiga mig í sameiningu! (Really!)
Svo segi ég húrra fyrir Íslandi og Kanada og vona að böndin milli okkar þjóða styrkist með ári hverju.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið var gaman að lesa þessa færslu Sigga mín. Sé alveg fyrir mér svipinn á Kanadamanninum þegar hann laumar út úr sér athugasemdinni um íslenska fánann og munnræpuna! Sé hann líka fyrir mér, þér við hlið, að draga fánana báða að húni/húnum - og ámóta glaðan og þig þegar báðir blakta fagurlega til að fagna „... outlaws- from across the pond“!Knús á ykkur bæði.
Ingasys (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.