30.5.2008 | 13:27
Stilling fólks á jarðskjálftasvæðinu er aðdáunarverð!
Ég hef fylgst með fréttum frá Íslandi um þessar náttúruhamfarir, fyrst með óhug og undrun sem svo breyttist í aðdáun á stillingu fólks og jákvæðni. Einnig eru umtalsverð skjót viðbrögð yfirvalda og almannavarnar. Mér sýnist að Íslendingar séu vel undir svona uppákomur búnir, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem jarðskjálftar láta greipar eyðileggingarinnar sópa um þetta svæði. Finnst þetta hafa verið vel summað af konu sem tekið var viðtal við sitjandi í stofunni sinni í algerri rúst. Konan var augljóslega í sjokki en minntist þó á að þetta væri ekki líkt því eins slæmt eins og hjá veslings fólkinu í Kína og Burma. Svona eru hversdagshetjurnar er það ekki? Óska öllum velgengni við uppbygginguna.
Kveðjur frá Kanada
Allt í lamasessi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.