Sælir eru þeir unglingar sem ekki hafa bólu á nefinu!

Síðastliðna daga hef ég stundað lækna og hjúkrunarstörf á fullu. Svo er mál með vexti að 15 ára ömmustrákur er hér hjá okkur á PEI með systur sinni. Þetta eru miklir dýrðardagar hjá okkur - þau eru svo skemmtileg að það hálfa væri nóg. Það hefur þó heldur betur komið babb í bátinn, þar sem ömmustrákur fékk þessa líka flottu bólu á nefið í hitteðfyrradag. Ég tók sossum ekkert eftir þessu fyrr en ég sá ömmustrák fyrir framan spegilinn í ganginum með angistarsvip og áhyggjuhrukku milli augnanna. Hann spyr, grafalvarlegur, "amma hefurðu séð þennan hrylling á nefinu á mér"? "ég verð geðveikur ef þetta verður ekki farið áður en ég fer heim"!!!. Ég dreif mig í heilsugæslugerfið og dróg fram bólueyðingargræjurnar og fór að krukka, þetta var í gær. Bólann var sprengd, hreinsuð og  sett á peroxide og bakteríu eyðandi smyrsl. Árangurinn varð sá að bólan sést varla núna og ég fékk stórt knús fyrir. Svo nú brosir heimurinn við ömmustrák aftur. Þetta varð til þess að ég fór í smá ferð aftur í tímann, á æskustöðvarnar og baráttu mína sem unglingur, við freknur.  Man meðal annars eftir því að hafa úðað hveiti framan í mig til að hylja þennan vibba. Ekkert dugði og ég er með freknur enn þann dag í dag og er búin að sætta mig nokkurnvegin við það. En svo á ég strák sem er freknóttur og flottustu ömmustelpu í heimi og freknurnar á henni eru hreint út eitt það fallegasta sem ég hef séð um æfi mína. Svo er ömmustrákur ansi laglegur líka, bólur og allt. En það er ekki það besta við þau......Kveðjur frá Kanada.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja hérna hér.. þetta virðist vera kraftaverki líkast þessi bólugjörningur á drengnum Hefuru íhugað að setja upp bóluklinikk?

pældí hvað það eru margir sem vildu eiga svona ömmu sem getur reddað bólum. Ef eg man rétt þá eru bólur eitt af þvi alvarlegasta sem glímt er við á þessum aldri, þannig að það hlýtur að vera mikill  léttir fyrir hann að eiga aðgang að svona lækningu.

knus og kram

sys (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 19:57

2 identicon

Hæ Hæ

Jiminn gott að bólan er farinArnar Már dramantíski, ég veit ekki hvaðan barnið hefur það En frábært að eiga ömmu og afa sem geta reddað málunumBara yndislegt að þið getið verið saman og alveg stór + fyrir börnin að eiga ykkur að

Knús frá okkur

Gunna,Ingimar og litlu brjálæðingarnir í Keflavík.

Gunna (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:37

3 identicon

Sæl öll. 

Þetta hefur aldeilis verið drama hjá drengnum.  Gott að máli leystist og stelpurnar í Keflavík fái ekki að sjá þessi ósköp.  Ég er sammála því að þetta eru dásamleg ömmubörn.  Kveðja frá ömmu Helgu og afa Bjössa

Helga Magnúsdóttit (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband