21.8.2008 | 16:08
Olga mín er komin aftur!
Ég mæti skilningsleysi hjá barnabörnunum vegna Olgu. Þeim finnst að ég sýni henni alltof mikla athygli og hún sé hreinlega ekki þess virði. Hélt smá tölu um mikilvægi Olgu og systra hennar í lífskeðjunni við litlar sem engar undirtektir. Eldra barnabarn tilkynnti að það væru til tól og tæki til að útrýma Olgum og það ætti skilyrðislaust að nota þau, og oft. Yngra barnabarni fannst þetta aðeins merkilegra og spurði spurninga, en klykkti svo út með "amma, mér finnst hún ógeðsleg"!
Olga er stærðar köngurló sem á heima á utanverðum stofuglugganum okkar. Þar er hún búin að spinna marga vefi síðan í Júni, jafnóðum og regn og vindar rífa þá niður. Við útvortis gluggaþvott fær Olga að vera í friði og það er satt að segja alveg stórskemmtilegt að fylgast með ferli hennar og lífsháttum. Hún er grimm skinnið atarna, í augnalikinu eru 3 flugulík í vefnum, vandlega vafinn í silkið hennar. Sennilega er hún að geyma þetta handa afkvæmunum, hún er orðin í stærra lagi og hennar vegna vona ég að það sé bara venjuleg köngurlóa ólétta. Hún hvarf sjónum í gær en er nú komin aftur og ég varð stórfegin að sjá hana. Kannske ekki nema von að barnabarn númmer tvö segir að amma sér stórskrítin!! Hefur sumsé ekki gengið vel að sannfæra barnabörnin mín að köngurlær gegna miklivægu hlutverki í okkar stórfenglegu náttúru - finnst það samt allt í lagi, ég var sko alls enginn köngurlóa aðdáandi í minni æsku. Kveðjur frá Kanada.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.