Tænk Dansk!

Margt hefur verið skrifað um samband Dana og Íslendinga uppá síðkastið - og finnst mér að Íslendingar hafi yfirleitt ekki haft hemil á sér í sínum skrifum, allavega þeim bloggum sem ég hef lesið. Ekki  hjálpar það heldur  þegar fjölmiðlarnir fara að mála skrattann á vegginn með fréttum eins og fjölmiðlafréttinni um að "vera vísað út úr búð á Strikinu fyrir að vera Íslensk!'" og annað þar fram eftir götum. Léleg fréttamennska með varla einni hlið á málinu, hvað þá smá heimildum um atburðinn yfirleitt.  Til að skilja Dani betur, þá stoltu þjóð, ýmyndiði ykkur hvernig margir Danir tóku því þegar  D´Anglaterre var selt í hendur "útlendinga", eða Magasin du Nord, Illum Bolighus, og fleyra. Þetta eru stofnanir sem hafa verið þjóðarstolt Dana í áratugi.   Frá því að við fengum sjálstæði okkar í 1944 þá hefur Daninn stutt við bakið á okkur á svo margan hátt. Margur Íslenskur námsmaðurinn hefur náð sér í góða menntun í Danmörku og fjöldi Íslendinga hafa tekið sér bólfestu þar í gegnum tíðirnar, bæði í lengri og skemmri tíma og yfirleytt alltaf notið góðvildar Dana.

Danir eru vinir okkar, okkur ber að skilja það. Við verðum líka að skilja að hrun Íslensku bankanna hefur komið illa við marga, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim. Ég held því fram að eitt af séreinkennum Íslendinga sé drengskapur, að viðurkenna mistök og svo snúa bökum saman og vinna að úrlausn. Þannig höldum við reisn.

Kveðja frá PEI, Canada

 


mbl.is Samvinna Íslendings og Dana vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þessu hjá þer - ég held að við íslendingar gleymum því í hita leiksins ( leiksins??!) að danir upplifðu mikinn arrogance þegar "þessir nýríku" völtuðu yfir danina og keyptu upp margt af þvi sem þeim var kærast - eins og þau fyrirtæki sem þú nefnir.  Síðan hrinur þessi dæmalausa spilaborg, sem forseti vor og aðrir framámenn þjóðarinnar tóku sinn tíma í að dásama- á meðan pöpullinn hélt að þessi leikur væri alvöru. Er það skrýtið að danir geri sér ekki sérlega dælt við okkur og geri  grín af öllu þessu og vilji sem minnst af okkur vita. Ekki miera í bili:)

Hildur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 80

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband