Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Olga mín er komin aftur!

Ég mæti skilningsleysi hjá barnabörnunum vegna Olgu. Þeim finnst að ég sýni henni alltof mikla athygli og hún sé hreinlega ekki þess virði. Hélt smá tölu um mikilvægi Olgu og systra hennar í lífskeðjunni við litlar sem engar undirtektir.  Eldra barnabarn tilkynnti að það væru til tól og tæki til að útrýma Olgum og það ætti skilyrðislaust að nota þau, og oft.  Yngra barnabarni fannst þetta aðeins merkilegra og spurði spurninga, en klykkti svo út með "amma, mér finnst hún ógeðsleg"!

Olga er stærðar köngurló sem á  heima á utanverðum stofuglugganum okkar. Þar er hún búin að spinna marga vefi síðan í Júni, jafnóðum og regn og vindar rífa þá niður. Við útvortis gluggaþvott fær Olga að vera í friði og það er satt að segja alveg stórskemmtilegt að fylgast með ferli hennar og lífsháttum. Hún er grimm skinnið atarna, í augnalikinu eru 3 flugulík í vefnum, vandlega vafinn í silkið hennar. Sennilega er hún að geyma þetta handa afkvæmunum, hún er orðin í stærra lagi og hennar vegna vona ég að það sé bara venjuleg köngurlóa ólétta. Hún hvarf sjónum í gær en er nú komin aftur og ég varð stórfegin að sjá hana. Kannske ekki nema von að barnabarn númmer tvö segir að amma sér stórskrítin!! Hefur sumsé ekki gengið vel að sannfæra barnabörnin mín að köngurlær gegna miklivægu hlutverki í okkar stórfenglegu náttúru - finnst það samt allt í lagi, ég var sko alls enginn köngurlóa aðdáandi í minni æsku. Kveðjur frá Kanada.


Sælir eru þeir unglingar sem ekki hafa bólu á nefinu!

Síðastliðna daga hef ég stundað lækna og hjúkrunarstörf á fullu. Svo er mál með vexti að 15 ára ömmustrákur er hér hjá okkur á PEI með systur sinni. Þetta eru miklir dýrðardagar hjá okkur - þau eru svo skemmtileg að það hálfa væri nóg. Það hefur þó heldur betur komið babb í bátinn, þar sem ömmustrákur fékk þessa líka flottu bólu á nefið í hitteðfyrradag. Ég tók sossum ekkert eftir þessu fyrr en ég sá ömmustrák fyrir framan spegilinn í ganginum með angistarsvip og áhyggjuhrukku milli augnanna. Hann spyr, grafalvarlegur, "amma hefurðu séð þennan hrylling á nefinu á mér"? "ég verð geðveikur ef þetta verður ekki farið áður en ég fer heim"!!!. Ég dreif mig í heilsugæslugerfið og dróg fram bólueyðingargræjurnar og fór að krukka, þetta var í gær. Bólann var sprengd, hreinsuð og  sett á peroxide og bakteríu eyðandi smyrsl. Árangurinn varð sá að bólan sést varla núna og ég fékk stórt knús fyrir. Svo nú brosir heimurinn við ömmustrák aftur. Þetta varð til þess að ég fór í smá ferð aftur í tímann, á æskustöðvarnar og baráttu mína sem unglingur, við freknur.  Man meðal annars eftir því að hafa úðað hveiti framan í mig til að hylja þennan vibba. Ekkert dugði og ég er með freknur enn þann dag í dag og er búin að sætta mig nokkurnvegin við það. En svo á ég strák sem er freknóttur og flottustu ömmustelpu í heimi og freknurnar á henni eru hreint út eitt það fallegasta sem ég hef séð um æfi mína. Svo er ömmustrákur ansi laglegur líka, bólur og allt. En það er ekki það besta við þau......Kveðjur frá Kanada.

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband