Færsluflokkur: Bloggar

Earl á Prince Eward Island

Þá er óveðrið komið til okkar og hér, kl 1500 að staðartíma, er mikið rok og úrhelli. Samt er þetta ekki nær eins slæmt og gert var ráð fyrir og langt frá að vera eins kröftugt og fellibylurinn Juan sem gékk hér yfir fyrir fáum árum. Sá olli milljóna $ tjóni á austurströnd Kanada, gjöreyðilagði stór skógarsvæði og strandlengja PEI hefur ekki enn beðið hans bætur. Sjálfsagt verður einhver skaði af Earl núna, en held að allir séu fegnir að þetta virðist ekki vera eins slæmt og spáð var. Hitinn hér á PEI sl. 2-3 daga hefur verið yfir 30 gráður með háu rakastigi en er núna um 24 gráður sem er vel þolanlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá er Prince Edward Island minnsta fylki Kanada, liggur um það bil beint norður af Halifax í munni St. Lawrence flóans og er þettbýlast af fylkjum landsins.  Bestu kveðjur frá PEI.
mbl.is Earl kominn til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Hamingju Blöndóshreppur!

Með þessa fallegu laugaraðstöðu. Hlakka til að prófa herlegheitin í haust með afa og ömmu börnunum. Flott að sjá bygginguna og alla aðstöðu þarna. Kveðjur heim á æskuslóðir.
Sigríður H. Sigurðardóttir MacEachern
mbl.is Ný sundlaug tekin í notkun á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekjan í Evrópubandalaginu!

og við erum ekki einu sinni meðlimir. Hvernig láta þeir svo við okkur ef við verðum pínd til að ganga í þeirra hóp? Það eru þegar komin frá þeim handfylli af skilyrðum sem mundu gera þjóðina algörlega máttvana ef gengið verður að þeim. Þetta snýst ekki endilega um hvalveiðar, heldur um að við höldum óskertum rétti til að nota okkur auðlindir landsins að OKKAR vild. Svo væri náttúrlega alveg frábært ef núverandi stjórnvöld fengu snert af dómgreindaráfalli og samviskubiti og drægju umsóknina til baka.

Kanada; gangið í bæinn!

Ekki hefur maður nú fengið mikið af góðum fréttum úr íslensku efnahags og atvinnulífi uppá síðkastið. Það var þessvegna ánægjuefni að sjá þessa frétt, Kanada opnar heilt fylki fyrir íslenska iðnaðarmenn með hæfni, áræðni og eflaust smá ævintýraþrá. Ég hef búið hér í Kanada í yfir 30 ár og get fullvissað þá sem eru að íhuga þennan möguleika, að hér er gott að vera. Þrátt fyrir alheimskreppu, þá hefur Kanada farnast nokkuð betur en flestum vestrænum ríkjum, að vísu hefur atvinnuleysi í iðnaðarfylkjunum aukist að mun, sérstaklega í Ontario þar sem samdráttur í bílaiðnaði hefur verið gífurlegur og í Alberta vegna stórlækkunar á heimsverði olíu og olíuafurða.

Þrátt fyrir það þá eru hér allskonar möguleikar. Kanada hefur haldið vel utanum sitt bankakerfi sem er mjög frábrugðið því bandaríska. Heilbrigðisþjónusta hér er talin vera ein sú besta í heimi, menntakerfið og menntamöguleikar ekki síðri en á Íslandi, skattar eru yfirleitt lægri og auðveldra er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ég hef að vísu aldrei búið í Manitoba en þar er yfirleitt góð þekking á "Everything Icelandic" og að komast á Íslendingadaginn á Gimli er ótrúleg upplifun.  Svo gefst með þessu nýtt tilhlökkunarefni; að skreppa "heim" í heimsókn.

Kveðjur að vestan,

Sigga MacEachern

 


mbl.is Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju er verið að mótmæla hér?

Ef að það er verið að mótmæla núverandi ríkisstjórn, hverjir eiga að koma í staðinn? Mér sýnist að Geir H. og félagar hafi staðið sig nokkuð vel í þeim kringumstæðum sem landið er í í dag.  Skil heldur ekki af hverju sumir halda að ríkisstjórnin beri alla ábyrgð á efnahagsvandamálum Íslands. Í nútíma samfélögum þar sem valfrelsi og frjáls markaður ríkir er ekkert óeðlilegt að sjá stórar sveiflur í kerfinu. Það er klárt að kreppuvírusinn átti sér upptök í BNA - það gerir sossum ástandið ekkert betra að við vitum það, bara annar vísir að ekki er endalaust hægt að blammera G.H. og Sólrúnu. Ég skora á þessa atvinnumótmælendur að halda friðarfund einhversstaðar þar sem þeir eru ekki að ónáða venjulegt fólk sem hefur öðru merkara að sinna, og smíði plagg sem inniheldur tillögur um lausn mála eins og þeir sjá það. Væri ekki meira vit í því? Að mínu mati þá eru þeir sem ekki vilja vera partur af lausn partur af vandamálinu sjálfu.

Gleðilegt nýtt ár. 


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Skagaströnd flutt á suðurlandið?

Hvað hefur lögreglan á Selfossi að gera með kannabis plöntur á Skagaströnd? Eða er ég farin að ryðga í íslensku landafræðinni! Hvað með smá ritskoðun á fréttum áður en þær eru birtar. Dagblöðin eiga að bera ábyrgð á því að allt sem þeirra fólk skrifar er rétt stafsett, án slangs og með fréttaflutninginn á hreinu.  ER ÓSANNGJARNT AÐ ÆTLAST TIL ÞESS?
mbl.is Lagt hald á yfir 150 kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíklegt Par!

Reglulega skemmtileg frétt, upplífgandi í öllu krepputalinu. Svo er músíkin góð. Meigum við fá meira af svona innskotum.
mbl.is Trúnaðarmál bakara og gullsmiðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tænk Dansk!

Margt hefur verið skrifað um samband Dana og Íslendinga uppá síðkastið - og finnst mér að Íslendingar hafi yfirleitt ekki haft hemil á sér í sínum skrifum, allavega þeim bloggum sem ég hef lesið. Ekki  hjálpar það heldur  þegar fjölmiðlarnir fara að mála skrattann á vegginn með fréttum eins og fjölmiðlafréttinni um að "vera vísað út úr búð á Strikinu fyrir að vera Íslensk!'" og annað þar fram eftir götum. Léleg fréttamennska með varla einni hlið á málinu, hvað þá smá heimildum um atburðinn yfirleitt.  Til að skilja Dani betur, þá stoltu þjóð, ýmyndiði ykkur hvernig margir Danir tóku því þegar  D´Anglaterre var selt í hendur "útlendinga", eða Magasin du Nord, Illum Bolighus, og fleyra. Þetta eru stofnanir sem hafa verið þjóðarstolt Dana í áratugi.   Frá því að við fengum sjálstæði okkar í 1944 þá hefur Daninn stutt við bakið á okkur á svo margan hátt. Margur Íslenskur námsmaðurinn hefur náð sér í góða menntun í Danmörku og fjöldi Íslendinga hafa tekið sér bólfestu þar í gegnum tíðirnar, bæði í lengri og skemmri tíma og yfirleytt alltaf notið góðvildar Dana.

Danir eru vinir okkar, okkur ber að skilja það. Við verðum líka að skilja að hrun Íslensku bankanna hefur komið illa við marga, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim. Ég held því fram að eitt af séreinkennum Íslendinga sé drengskapur, að viðurkenna mistök og svo snúa bökum saman og vinna að úrlausn. Þannig höldum við reisn.

Kveðja frá PEI, Canada

 


mbl.is Samvinna Íslendings og Dana vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olga mín er komin aftur!

Ég mæti skilningsleysi hjá barnabörnunum vegna Olgu. Þeim finnst að ég sýni henni alltof mikla athygli og hún sé hreinlega ekki þess virði. Hélt smá tölu um mikilvægi Olgu og systra hennar í lífskeðjunni við litlar sem engar undirtektir.  Eldra barnabarn tilkynnti að það væru til tól og tæki til að útrýma Olgum og það ætti skilyrðislaust að nota þau, og oft.  Yngra barnabarni fannst þetta aðeins merkilegra og spurði spurninga, en klykkti svo út með "amma, mér finnst hún ógeðsleg"!

Olga er stærðar köngurló sem á  heima á utanverðum stofuglugganum okkar. Þar er hún búin að spinna marga vefi síðan í Júni, jafnóðum og regn og vindar rífa þá niður. Við útvortis gluggaþvott fær Olga að vera í friði og það er satt að segja alveg stórskemmtilegt að fylgast með ferli hennar og lífsháttum. Hún er grimm skinnið atarna, í augnalikinu eru 3 flugulík í vefnum, vandlega vafinn í silkið hennar. Sennilega er hún að geyma þetta handa afkvæmunum, hún er orðin í stærra lagi og hennar vegna vona ég að það sé bara venjuleg köngurlóa ólétta. Hún hvarf sjónum í gær en er nú komin aftur og ég varð stórfegin að sjá hana. Kannske ekki nema von að barnabarn númmer tvö segir að amma sér stórskrítin!! Hefur sumsé ekki gengið vel að sannfæra barnabörnin mín að köngurlær gegna miklivægu hlutverki í okkar stórfenglegu náttúru - finnst það samt allt í lagi, ég var sko alls enginn köngurlóa aðdáandi í minni æsku. Kveðjur frá Kanada.


Næsta síða »

Höfundur

Sigríður S. MacEachern
Sigríður S. MacEachern

Nýjustu myndir

  • ...dsc00052
  • My clipart

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband