Færsluflokkur: Bloggar
18.8.2008 | 17:00
Sælir eru þeir unglingar sem ekki hafa bólu á nefinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2008 | 01:02
Þjóðhátíðardagur Kanada í dag.
Hér á Prince Edward Island stendur mikið til í dag, eins og alltaf á þessum degi, en hér á eynni voru árið 1867 lögð drög að sameiningu þáverandi fylkja Kanada og því stjórnarformi sem við höfum í dag. Eyjarskeggjar státa sig réttilega af að vera fæðingarstaður Kanada og þessvegna gera kannske heldur meira úr þessum degi en annarstaðar í fylkjum Kanada. Hinn sérkennilegi fáni okkar blaktir allsstaðar og hér við okkar hús, við hliðina á Íslenska fánanum. Þetta gerum við líka á 17 júní og erum oft spurð hvaða sérkennilegi fáni þetta sé og í hvaða tilefni hann sé dregin að hún með Kanadíska flagginu. Því get ég svarað og Kanadamaðurinn segir að ég fái munnræpu við svoleiðis tækifæri. Þó ég hafi búið fjarri ströndum Íslands mestan hluta lífs míns, fer alltaf einhver fiðringur um mig þann 17 júni. Enda er sagan á bak við þann dag eitt dýrmætasta þjóðartákn Íslendinga. Ég er að vísu Kanadískur ríkisborgari, en á 17 júni ár hvert er ég Íslendingur í húð og hár og keyri meira að segja um með Íslenska fánann á bílnum.
Hátíðahöldin hér fyrsta júlí eru ekkert ósvipuð 17 júni hátíðunum heima á Fróni, fólk fagnar sjálfstæði, frelsi og velgengni þjóða sinna, ungir sem gamlir nota tækifærið til samveru, gera sér glaðan dag, syngja "O Canada", og drekka mikið af ísköldum bjór!! Hljómar þetta ekki kunnuglega fyrir Íslendinga? Tilfellið er að þessar tvær þjóðir eiga mjög margt sameiginlegt. Báðar þjóðir eru á toppnum hvað varðar lífsgæði, aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og almennu persónufrelsi.
Þó vil ég halda því fram að golfvellirnir okkar hér sér miklu betri , miklu fleyri og miklu ódýrari. Aftur á móti gætum við lært að elda fisk af íslendingum og enginn matur bragðast betur en íslenskur lambahryggur, a la Ásgerður mágkona mín á Geitaskarði.
Mórallin í þessu bloggi mínu í dag er sá að þó ég búi ekki á Íslandi þá bý ég í landi þar sem ég get verið álíka stolt af mínum íslensku rótum og ég er af þessu landi sem bauð mig velkomna og veitti mér tækifæri til góðrar lífsafkomu og lífsgæða, að ógleymdum Kanadamanninum. Finnst ég vera óendanlega lánsöm að geta heilshugar fagnað þjóðhátíðardögum tveggja frábærra landa sem eiga mig í sameiningu! (Really!)
Svo segi ég húrra fyrir Íslandi og Kanada og vona að böndin milli okkar þjóða styrkist með ári hverju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 14:09
Stöndum vörð um lög og reglu allstaðar.
Hvernig er það, er allt í lagi að ganga um dauðadrukkinn, lemja fólk og skapa andrúmsloft hræðslu og ónota á opinberum vettvangi? Algjörlega fráleitt og á ekki að eiga sér stað í siðuðu samfélagi að mínu mati. Hvernig væri að reyna frekar að styðja okkar lögreglu þegar hún verður að taka á svona málum í staðin fyrir að vera með óverðskuldaða krítik. Þeir gera eins og þeir geta með þeim tólum sem þeim eru gefin. Það virðist vera einhver hefð á Íslandi fyrir að umbera fólk sem gengur um drukkið á almannafæri og áreitir og meiðir aðra. Já og 20 tímar á bak við lás og slá fyrir atvikið! Vonandi verður maðurinn kærður og gerir gott betur en það í grjótinu
Ætli þetta hafi ekki verið skemmtilegur dagur fyrir mæður og börn sem komu til að halda uppá sjómannadaginn á Patreksfirði?
Gimme a break!
Barði og ógnaði fólki fyrir handtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 13:27
Stilling fólks á jarðskjálftasvæðinu er aðdáunarverð!
Ég hef fylgst með fréttum frá Íslandi um þessar náttúruhamfarir, fyrst með óhug og undrun sem svo breyttist í aðdáun á stillingu fólks og jákvæðni. Einnig eru umtalsverð skjót viðbrögð yfirvalda og almannavarnar. Mér sýnist að Íslendingar séu vel undir svona uppákomur búnir, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem jarðskjálftar láta greipar eyðileggingarinnar sópa um þetta svæði. Finnst þetta hafa verið vel summað af konu sem tekið var viðtal við sitjandi í stofunni sinni í algerri rúst. Konan var augljóslega í sjokki en minntist þó á að þetta væri ekki líkt því eins slæmt eins og hjá veslings fólkinu í Kína og Burma. Svona eru hversdagshetjurnar er það ekki? Óska öllum velgengni við uppbygginguna.
Kveðjur frá Kanada
Allt í lamasessi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 16:24
Að höndla söknuð
Kanadamaðurinn er fámáll í dag, þungur á brún þar sem hann horfir út í vorregnið. Stóri bróðir hans dó í gærkveldi. Hann tekur þetta mjög nærri sér, en ræðir ekki um það nema til að segja mér að þetta sé best svona, "nú þjáist hann ekki meir" Síðan er er ólinni snarað á hundinn og hann heldur álútur út í hlýtt regnið með hundinn skokkandi við hlið sér. Nú er tími til að hugsa og takast á við missirinn. Ég býðst ekki til að fara með honum, retriever tíkin er honum nægur félagsskapur á þessa ri göngu. Þau koma bæði holdvot til baka, regndroparnir perla á andliti hans þar sem hann stendur í dyrunum og biður um handklæði fyrir sig og hundinn. Mér verður hugsað hvort ekki sé eitt eða tvö tár þar á milli en spyr einskins. Þerra andlit maka míns og kyssi hann svo á kinnina. - Saltbragð. -Hann brosir til mín, réttir úr sér, þurrkar hundinum og saman labba þau inní bílskúr. Þar þarf að dytta að ýmsu og ég heyri hamarshögginn dynja. Ég veit að í kvöld verður líðan hans betri og við förum saman með hundinn á göngu. Ég hugsa gott til glóðarinnar því ég veit ég fæ að heyra um gömul strákapör, ísknattleik á tjörninni við bæinn þeirra og aðrar góðar minningar sem hann á um bróður sinn. Ég hlakka til.
Kveðjur að vestan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2008 | 21:17
Hvernig gékk "Earth Day" í Darfur?
Hér í Kanada var gert mikið veður út af hinum svokallaða Earth Day. Fólk spurt á götum úti hvernig það ætlaði að halda uppá daginn, og svo framvegis. Vissulega þurfum við öll að athuga okkar gang og hygla að móður jörð, bera virðingu fyrir náttúrinni og sýna skynsemi í umgengni okkar vð hana. Ekki fyrir löngu keypti ég 4 MB minniskubb í tölvuna, gerði góð kaup og var bara ánægð með þetta þangað til að ég þurfti að opna herlegheitinn. Ekki viðlit að brjótast inn í pakkann áhaldalaus. Fann loksins eldhússkærinn og komst þannig inn. Eftirá var ég með umbúðir sem voru ca. 100 sinnum stærri en kubburinn sjálfur. Þetta þurfti ég svo að flokka, plastið í einn kassa og pappinn í annan. Mér var hugsað hvort fyrirtækið sem framleiddi þetta hafi keypt nógu mikið "Carbon Credit" til að réttlæta umbúðirnar og þá væri svona sóun í lagi. Af hverju beina fjölmiðlarnir ekki meiri athygli að stóriðju og framleiðendum sem ótvírætt eru stærstu mengunarvaldar jarðarinnar?
Hvernig héldu svo Darfurbúar uppá "Earth Day"? Ætli mæðurnar hafi litið upp frá sárveikum börnum sínum, deyjandi úr hungri, eða litið upp og séð smá vonarglætu fyrir famtíð þessara barna?Nóg að borða, snefil af heilbrigðisþjónustu, þak yfir höfuðið á öruggum stað. Ekki líklegt það. Það lítur ekki út fyrir að Sameinuðu Þjóðirnar ráði við neitt þarna, spilling ræður að nægar byrgðir ná ekki til þessa fólks og SÞ hafa ekki haft bolmagn til að sinna sínu hlutverki á þessum slóðum. Hvernig væri að fá Al Gore til að vera í forystu með að koma á "A Good Day on Earth" fyrir þetta fólk?. Fjármagna með að sekta stórframleiðslufyrirtækin uppí hástert þangað til þeir læra að takmarka losnun og mengun. Skorum áann og verðum með!!
300.000 gætu hafa látið lífið í Darfúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 16:37
Paul Watson í klandri í Kanada
Síðastliðna daga hafar Paul Watson og hans félagar verið ofarlega á baugi í fjölmiðlum hér á austurströnd Kanada og hafa sennilega engan tíma til að sinna þessum viðburði. Það hefur valdið undrun minni að lítið eða ekkert hefur verið minnst áþessa atburði í Íslenskum fjölmiðlum það ég hef séð. Paul Watson er Íslendingum kunnuger eftir herför hans í hvalveiðiskipin forðum.
Kanadadíska strandgæslan, að skipun sjávarútvegsmálaráðherra, Loyola Hearn, gékk um borð í skip Sea Shepherd samtakana um sl. helgi. Áhöfnin var handtekin og skipið (The Farley Mowat) dregið í höfn í Sydney á Bretton skaganum. Áhöfnin var síðan látin laus, nema tveir, en þeim var svo sleppt eftir að skáldið Farley Mowat borgaði tryggingar fyrir áhöfnina CA$5000.00 í skiptimynt ($2.00) Paul Watson var ekki um borð í skipinu þegar þetta gerðist. Danny Wiliams, fylkisstjóri Nýfundnalands og Labrador, lýsti yfir ánægju sinni með gang þessara mála, en aðalástæða handtökuskipuninnar var að skipið stofnaði lífi selveiðimanna í hættu og að þeir virtu að engu skipun strandgæslunnar um að halda sig í vissri fjarlægð. Meðal annara orða þá kallaði Danny Williams Paul Watson terrorista, nafnbót sem flestir hér í austurhéruðum Kanada eru sáttir við. Sjá nánar <www.cbc.ca/canada/newfoundland-labrador/story/2008/04/14/williams-watson.html?ref=rss>
S. MacEacern
PEI
Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar